Búið er að staðfesta núna að lengri (ofbeldisfyllri) útgáfan af Batman v Superman: Dawn of Justice verði u.þ.b. hálftíma lengri en myndin sem nú situr á toppi flestra aðsóknarlista.

Myndin, í því ástandi sem hún er í dag, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir sundurtætt flæði og óskýra sögupunkta (þar á meðal hér). Aðdáendur eru missammála því en dómarnir hafa verið háværir og því verður ekki neitað að fjölmörg atriði enduðu á klippigólfinu, og það sást.

Það er mjög óvenjulegt fyrir stúdíó að gefa út ónotaða senu þegar bíómynd er enn svona glæný, sérstaklega þegar umrædd sena gefur upp að mikilvægur hlutur í sögu lykilpersónu vanti.Yuga-khan

(Spoiler!!)

Þessi sena gerist eftir að Doomsday hefur verið grandað. Lex Luthor (Jesse Eisenberg) er handtekinn af sérsveit sem finnur hann í Krypton’íska skipinu sem hann hafði eignað sér. Rétt áður en þeir koma að honum sést Luthor í einhvers konar transi fyrir framan demóníska veru (sem glöggir nördar tengja við Yuga Khan, föður Darkseid), ekki ósvipaðri einni þeirra sem sást á málverkinu sem Lex var með upp á vegg hjá sér. Við sjáum aukalega þrjá kosmíska kassa í lausu lofti, og einn þeirra er einmitt það sem græjaði Cyborg útlimi sína fyrr í myndinni.

Sendingin truflast síðan þegar sérsveitin kemur að Luthor en ljóst er að hann er orðinn nógu upplýstur til þess að vara Batman við í lokin að „einhver“ sé á leiðinni (Darkseid væntanlega) þegar hann er kominn í fangelsi.

 

 

Þetta varpar kannski aðeins meira ljósi á mótiveringar Luthors, en þó ekki.

Meira ætti að skýrast í júlí þegar „leikstjóraútgáfan“ lendir í allri sinni dýrð.

 

Álit?