„How long would you wait for love?“

Þessi mynd, sem er gerð eftir virtri skáldsögu Gabriel García Márquez, fjallar um sanna og ódauðlega ást. Spoiler – Javier Bardem leikur ungan og gamlan mann sem verður brjálæðislega ástfanginn af stúlku sem hann þekkir ekki neitt og elskar hann ekki á móti. Stúlkan giftist öðrum og lifir sínu lífi á meðan Bardem þjáist og getur ekki á neinn hátt notið lífsins án hennar.

Bardem er auðvitað frábær leikari og hann er mjög góður í þessari mynd. Benjamin Bratt er líka viðstaddur, hann er fínn, en það er Giovanna Mezzogiorno sem er vandamálið. Hún er stíf og frekar léleg leikkona og dregur myndina talsvert niður. Ég átti svolítið erfitt með að kaupa svona brennheita ást í svona langan tíma þar sem þau þekktust ekki. Annars er andrúmsloftið og framleiðslan almennt vel gerð, fyrir utan kannski förðun sem var ekki nægilega sannfærandi. Þetta er skemmtileg mynd þrátt fyrir þungan söguþráð. Mig grunar hinsvegar að bókin sé betri.

„Shoot me. There is no greater glory than to die for love.“

Leikstjóri: Mike Newell (Four Weddings and a Funeral, Harry Potter and the Goblet of Fire, Prince of Persia: The Sands of Time)