„You can’t hide in the dark.“

Julia’s Eyes er gullmoli úr smiðju Guillermo Del Toro. Myndin fjallar um konu sem rannsakar sjálfsmorð tvíburasystur hennar. Hún er sannfærð um að eitthvað skrítið hafi verið á seiði en það er eru ekki allir jafn sannfærðir. Á sama tíma er Julia smá saman að verða blind og dularfullir atburðir fara að gerast.

Þetta er spennumynd sem teygir sig yfir í heim hryllingsmynda. Hún tekur sér góðan tíma til að byggja upp persónur og spennu, heldur manni frosnum í hálftíma og þegar stafirnir rúlla yfir skjáinn er maður úrvinda. Frábær mynd.

„There’s a monster in the neighborhood.“

Leikstjóri: Guillem Morales (The Uninvited Guest)