„They came from nothing to change everything.“

Lords of Dogtown er kvikmynd um hjólabrettagengi sem er þekkt sem z-boys vegna tengsla við verslunina Zephyr í Santa Monica. Allar persónur eru byggðar á raunverulegu fólki sem tengist hjólabretta- og brimbrettaheiminum. Emile Hirsch, John Robinson og Victor Rasuk leika aðalhlutverkin. Allir eru góðir en það er Heath Ledger í hlutverki Skip sem stelur senunni. Ledgerinn er nær óþekkjanlegur í hlutverkinu og það má jafnvel sjá smá af Jókernum í honum.

Myndin fylgir götustrákum sem verða hjólabrettastjörnur en það er ekki þar með sagt að þetta sé bara unglingamynd. Það er mikið drama og maður sogast inn í þennan heim eins og maður gerði í kvikmyndum á borð við Kids, La Haine og The Basketball Diaries. Án þess að ég sé að líkja þessum myndum eitthvað saman.

Sjáið þessa mynd til að sjá skemmtilega hjólabrettamynd. Sjáið þessa mynd til að sjá áhrifamikið drama. Sjáið þessa mynd til að sjá Heath Ledger heitinn í einu af sínu bestu hlutverkum.

Engu munaði víst að David Fincher hefði leikstýrt myndinni.

„You gotta approach every day as if it’s your last!“

Leikstýra: Catherine Hardwicke (Twilight, Thirteen)