“Welcome to the 23rd century. A perfect world of total pleasure. …there’s just one catch.”

Logan’s Run er cult classic mynd frá áttunda áratugnum. Við félagarnir kíktum á hana á Ron Howard kvikmyndakvöldi og vorum bara nokkuð sáttir. Það sem maður tekur strax eftir er mjög metnaðarfullar sviðsmyndir og módel sem búa til flottan framtíðarheim. Myndin kostaði 9 milljónir dollara sem var nokkuð mikið á þessum tíma (Star Wars kostaði 11 milljónir dollara).

Söguþráður myndarinnar er ekki ósvipaður og söguþráður The Island frá 2005 en sú mynd er á margan hátt endurgerð af þessari. Eftir heimsstyrjöld býr samfélag manna í vernduðum heimi þar sem lífið er ljúft en óheimilt er að lifa lengur en í 30 ár. Þeir sem reyna að flýja kallast runners og ef þú ert einn af vörðunum sem drepur runners ertu kallaður sandman.

Þetta er skemmtilega psychedelic mynd með ýmsar brjálaðar hugmyndir um framtíðina sem er áhugavert að sjá, en myndin er ekki án galla. Hún er oft á tíðum illa leikin og kjánaleg og svo datt hún niður þegar líða fór á seinni hlutann. Logan’s Run er samt góð upplifun sem býður upp á allskonar batshit crazy shit eins og þyngdarlausa hringekju, lýtavél og furðulega vélmennið Box. Hvað voru þessir gæjar að reykja?

“Things don’t change.”

 

Leikstjóri: Michael Anderson (Around the World in Eighty Days, The Dam Busters)