“See how the other half steals.”

Logan Lucky er nýjasta kvikmynd Steven Soderbergh, sem sneri blessunarlega aftur eftir að haft sagst vera hættur kvikmyndagerð. Þessi mynd er einskonar anti Ocean’s Eleven heist mynd með aulum í stað sérfræðinga. Það er meira að segja grín í myndinni þar sem ránið er kallað Ocean’s 7-11, sem er nokkuð lýsandi.

Ég hafði mjög gaman af þessari mynd, hún er fyndin og sniðug og troðfull af skemmtilegum persónum. Hillbilly húmorinn var mjög góður og flestir stóðu sig vel, fyrir utan kannski skrítna frammistöðu frá Hillary Swank. Ef eitthvað, þá fannst mér þessir aular vera aðeins of skipulagðir og klárir miðað við hvað þeir áttu að vera vitlausir. Fyrir utan það er þetta mjög fín skemmtun, mæli með henni.

“Is it twenty or is it thirty?… We are dealing with science here!”

 

Leikstjóri: Steven Soderbergh (The Limey, Out of Sight, Erin Brockovich, Traffic, Ocean’s Eleven, Contagion)