„Slashing up women was his pleasure!“

Þessi mynd er nokkuð dæmigerð fjöldamorðingjamynd en þegar Lucio Fulci gerir slíka mynd verður að skilgreina hana sem hryllingsmynd. Hann gengur yfirleitt lengra en flestir og það er t.d. eitt frægt atriði í þessari mynd þar sem morðinginn sker bundna konu með rakvélablaði bæði í augað og geirvörtuna. Ansi rosalegt, en þetta er ekki bara sjokk mynd. Sagan er nokkuð spennandi „whodunnit“ mynd og ég verð að segj að lokakaflinn er frábær og skemmtilega fléttaður saman. Mæli með þessum Fulci pakka.

„He used a blade. Stuck it up her joy trail, and slit her wide open. He could have done a slightly better job if he had more time. But overall, it was a good, efficient butchery.“

Leikstjóri: Lucio Fulci (The Beyond, Zombi 2, House By The Cemetary)