„James Bond is out on his own and out for revenge.“

Árið 1989 kom þessi Bond mynd og minnstu munaði að hún gerði út af við seríuna. Sex árum síðar kom Goldeney með nýjum Bond. En bíðið við, hvað gerðist? Licence to Kill er frábær Bond mynd með tveimur geggjuðum Bond gellum og rosalegum vondum kalli. Sanchez er einstaklega kaldrifjað illmenni. Það er ekkert kjaftæði í kringum hann. Enginn hvítur köttur og kjánalegir lífverðir. Sanchez er meira eins og Scarface, bara harður eiturlyfjabaron sem svífst einskis. Undirmaður hans er leikinn af sjálfum Benicio Del Toro. Hann er líka illkvittinn og harður geðsjúklingur, langt frá Jaws eða kínverskum köllum með hárbeitta hatta.

Í þessari mynd fær maður að sjá Bond í hefndarhug. Maður fær að sjá hann löðrandi í blóði og maður gleymir því næstum því að hann á að vera ósigrandi. Timothy Dalton hefur verið kallaður stífur og leiðinlegur en það er bara af því að fólk vildi annan Roger Moore. Ég held að fólk hafi einfaldlega ekki verið tilbúið í svona harða Bond mynd árið 1989 en hún hefur hinsvegar elst betur en flestar Bond myndir. Daltoninn er góður leikari og hann er mjög flottur í þessari mynd. Það er mikill metnaður lagður í hasarinn, fullt af sprengjum og eltingaleikjum. Þegar maður horfir á nýju Daniel Craig myndirnar sér maður alveg sama tón, sömu hörku, sama blóðið. Ég mæli með að sem flestir rifji þessa upp, hún er virkilega góð.

„Give her his heart!“

Leikstóri: John Glen (For Your Eyes Only, Octopussy, A View To A Kill, The Living Daylights)