Stórslysamynd J.A. Bayona, The Impossible naut gífurlegra vinsælda hér á landi fyrir tæpum þremur árum síðan, en nú fáum við loks að sjá hvernig hann fylgir velgengni myndarinnar eftir þar sem A Monster Calls, byggð á samnefndri ævintýrabók eftir Patrick Ness, kemur út í október á næsta ári.

Myndin fjallar um ungan dreng, Connor, sem hellir sér yfir í ævintýraheim fullan af skrímslum og sögum um hugrekki, missi og trú þegar móðir hans veikist og hrekkjusvín skólans herja að honum.
Myndin skartar Lewis MacDougall í hlutverki Connors, Felicity Jones og Toby Kebbel fara með hlutverk foreldra hans en það er hasarhrókurinn Liam Nesson sem veitir titilskrímslinu líf með rödd sinni.

Bókin hefur fengið mikið lof og unnið til margra verðlauna, þannig gaman verður að fylgjast með hvort að Bayona takist að færa dramatíska frásögn The Impossible yfir í tilkomumikla fantasíuveröld.

 

Áhugaverð kitla hér á ferð sem gerir vel í að byggja upp forvitni fyrir myndina, en ekkert sést í skrímslið sjálft fyrr en alveg í lokin. Einnig snilldar leikur að nota gullfallega þemalagið úr Cloud Atlas sem undirspil!