,,Loksins, loksins“ segja margir Pacific Rim aðdáendur, þar sem Maelstrom er ekki búinn að eiga góða daga þegar kemur að sinni framleiðslu. Myndin átti að fara í tökur í nóvember á seinasta ári en Legendary Pictures hættu við á seinustu stundu og ákvaðu að fresta myndinni, en er ekki vitað af hverju.

Þetta gerði það að verkum að Guillermo Del Toro gat ekki leikstýrt myndinni þar sem hann er of upptekinn við endurvinnslu nýjustu myndar sinnar, The Shape Of Water. Í hans stað var ráðinn Steven S. DeKnight, maðurinn á bakvið fyrstu séríuna af Daredevil.

Ekki er vitað mikið um söguþráð myndarinnar nema að John Boyega (Finn úr Star Wars) muni leika son karaktersins sem Idris Elba lék, Stacker Pentecost. Boyega birti síðan þessa mynd á Twitter síðuna sína til að gleðja aðdáendur aðeins.

15034491_1012903288832257_5894816925560602624_n

Ásamt John Boyega eru þessir leikarar líka staðfestir í myndina; Scott Eastwood, Cailee Spaeny, Levi Meaden, Jing Tian og Adria Arjona.

Maelstrom kemur síðan út 23.febrúar 2018 þar sem við vonandi fáum fleiri senur af tröllvöxnum Jaegerum kýlandi hvern Kaiju-inn á eftir öðrum í andlitið, og margt miklu meira.

Á meðan við bíðum skulum við aðeins rifja upp töffsprengjuna sem fyrri myndin var: