*Leiðrétt*
Dark Horizons hefur tilkynt að þær upplýsingar um lengd myndarinnar séu kjaftæði – einhverjum ábyggilega til mikillar ánægju. Ekki er vitað nákvæmlega hver lengdin verður enn þar sem myndin er enn á eftirvinnslustiginu.

Engu að síður gerum við fastlega ráð fyrir því að myndin verði alveg í meðallengd þegar allt er komið saman.

Hér er upprunalega fréttin:

 

Samkvæmt IMDb er búið að staðfesta lengd myndarinnar Justice League á síðu hennar og verður ofurhetjusamkoman hvorki meira né minna en 170 mínútur að lengd, eða tveir klukkutímar og fimmtíu mínútur. Þetta kemur kannski ekkert mörgum á óvart, miðað við: a) heildarlengd Batman v Superman (sem var 151 mín. í bíóútgáfunni en rúmir 3 tímar í Ultimate-köttinu), og b) þann fjölda ofurhetja sem þarf að veita athygli.

Batman, Wonder Woman, Cyborg, Flash, Aquaman og að öllum líkindum einn reiður Superman virðast allavega fá nægan tíma til að segja baksögur sínar, leika sér og slást við skepnur. Gleymum því auðvitað ekki að upphaflega stóð til hjá Snyder að gera tvær Justice League myndir, en þau plön breyttust eftir volgu viðtökur BvS og aðsóknartölum sem stóðu ekki alveg undir væntingum.

Hér er trailerinn: