132124_frontSeinasta myndin í umdeilda en stórvinsæla Hobbit-þríleiknum var gefin út nýlega í lengri útgáfu, og það er útgáfan sem Peter Jackson vill meina að hafi verið of ofbeldisfull fyrir bíódreifingu miðað við tilsetta aldurstakmarkið. Þetta mun þá vera fyrsta og eina Miðgarðsmyndin sem ber ameríska aldursstimpilinn ‘R’ (b.i. 17 ára).

The Battle of the Five Armies hefur fengið auka 20 mínútur viðbættar og má gera ráð fyrir ögn breiðari baksögum og grófari bardagasenum. En fyrir alla harðkjarna aðdáendur Miðgarðsseríu Jacksons segir sig auðvitað sjálft að nóg sé í boði af alls kyns aukaefni (og óvenju opinskáu), reyndar yfir 9 klukkutímar af slíku.

Extended-útgáfan af The Battle of the Five Armies er í boði á DVD, Blu-Ray og í sérstakri 3D útgáfu. Ef þú hefur áhuga að vinna þér inn eitt stykki eintak (sem þú mátt ráða), sendu inn tölvupóst með svörum við eftirfarandi spurningum:

  1. Hver átti upphaflega að leikstýra Hobbit-myndunum?
  2. Hvað líða mörg ár á milli Fellowship og An Unexpected Journey?
  3. Hvað heitir persónan sem Evangeline Lily leikur? 

The-Hobbit-Battle-5-Armies-16

Netfangið er tommi@biovefurinn.is. Við drögum reglulega fram að sunnudeginum næsta og geta vinningshafar í kjölfarið sótt sín eintök í versluninni Tölvutek. Auka (segjum…) nördaglaðningar fylgja með tveimur heppnum vinningshöfum. Kannski verður heppnin með þér.