aRwTjKTMeð Hunger Games-seríuna og Óskarsverðlaun að baki sér hefur Jennifer Lawrence ákveðið að taka næsta skrefið og koma sér fyrir á bakvið myndavélina, en leikkonan tilkynnti það í viðtali við Entertainment Weekly núna fyrr í vikunni að hún hafi skrifað undir að leikstýra og framleiða Project Delirium.

Myndin er sannsöguleg og byggð á grein í tímaritinu New Yorker frá 2012 sem dekkaði líf James S. Ketchum, hershöfðingja í Bandaríska hernum og  misheppnaðri tilraun hans í Kalda Stríðinu við að framleiða geðlyf sem gæfu hermönnum óbeislaða hugsjón tímabundið í bardaga.

Lawrence segir myndina vera gamanmynd og bætti við „ Mig hefur langað til að leikstýra síðan ég var 16 ára en þangað til núna þá taldi ég mig ekki tilbúna til að taka skrefið“.

Ekki er algengt að leikarar ákveði að taka þetta skref svona snemma á ferlinum en Lawrence, 25 ára að aldri hefur notið mikillar velvirðingar innan bransans þrátt fyrir stuttan sprett.

Næst á dagskrá hjá Lawrence er vísindaskáldskapsmyndin Passengers þar sem hún fer með aðalhlutverk ásamt Chris Pratt, sem og gamanmynd sem hún og grínstinn Amy Schumer munu leika aðalhutverkin í, en leikkonurnar skrifa einnig handritið saman.

Svo… nóg að gera. En að minnsta kosti er hún hætt að eltast við Peeta.