“A film drama of uncommon power!”

Við höldum áfram með imdb topp 250 listann en þessi mynd vermir nú 191. sætið. The Wages of Fear er frönsk mynd um fjóra menn sem taka að sér að keyra tvo vörubíla fulla af stórhættulegu sprengiefni í gegnum mjög erfiða leið að olíusvæði. Myndin fer svolítið hægt í gang en verður svo hrikalega spennandi og hélt mér alveg þar til í blál0kin. Sagan minnti mig svolítið á myndina Sorcerer eftir William Friedkin en þetta eru mjög ólíkar myndir. Þessi fór fram úr mínum væntingum.

“Wherever there’s oil there’s Americans.”

Stjörnur: 4 af 5

Leikstjóri: Henri-Georges Clouzot (Les Diaboliques)