Mig langaði að rifja upp þessa eftir Logan Lucky. Layer Cake er fyrsta kvikmynd enska leikstjórans Matthew Vaughn sem hefur slegið í gegn í Hollywood undanfarin ár. Myndin er mjög svo í anda Guy Ritchie mynda eins og Snatch en hefur þó sinn eigin stíl. Myndin hefur sennilega tryggt Daniel Craig hlutverkið í Casino Royale á sínum tíma en hann hafði fyrst og fremst verið aukaleikari upp að Layer Cake.

Myndin fjallar um fíkniefnasölumann sem reynir að safna í sjóð svo hann geti hætt og lagst í helgan stein. Auðvitað fer hitt og þetta úrskeiðis og flækjustigið eykst jafnt og þétt. Þetta er skemmtileg mynd, vel skrifuð og leikin. Mér fannst hún samt ekki jafn fersk og þegar ég sá hana fyrst, eldist ekki jafn vel og t.d. Snatch. Engu að síður flott ræma.

„Oh, you give a fuckin’ aspirin a headache, pal!“

Leikstjóri:  Matthew Vaughn (Stardust, Kick-Ass, X-Men: First Class, Kingsman: The Secret Service)