“Time to fly.”

Það er hálf dapurt að þessi mynd skuli ekki fara í almennar sýningar í kvikmyndahúsum hér á landi. Þessi mynd er ein af níu myndum sem kepptu um stóru verðlaunin á síðustu Óskarsverðlaunum, maður hefði haldið að það myndi duga til. Til að selja mynd í dag virðist þurfa ofurhetjur, grófa brandara eða The Rock (eða eitthvað álíka). Létt dramatísk mynd um unglinga virðist ekki trekkja að þó svo að hún ætti að höfða til mjög breiðs hóps. Kannski verður hún uppgvötuð í heimahúsum á komandi árum.

Myndin fjallar um unglingsstelpu sem kallar sig Lady Bird. Þetta er “coming of age” saga þar sem hún uppgvötar ást og reynir að finna stefnu í lífinu. Myndin kemur inn á nokkur stór málefni eins og t.d. skilningsleysi gagnvart samkynhneigðum í samfélagi bókstafstrúaðra og auðvitað ýmis félagsleg vandamál unglinga. Mér fannst þetta hressandi mynd og ég mun klárlega hafa augun opin fyrir þessari leikkonu (Saoirs Ronan) næstu misserin.

“You’re gonna have so much unspecial sex in your life.”

Leikstjóri: Greta Gerwig (Nights and Weekends)