„It’s not the House thats Haunted.“

Í ljósi þessa að fjórða Insidious myndin er að koma er tilvalið að rifja upp þær gömlu. Myndirnar eru úr smiðju James Wan sem er einfaldlega maðurinn þegar kemur að hryllingsmyndum þessa dagana. Þessar myndir eru draugamyndir og í raun einhverskonar útgáfa af Poltergeist, þó á annan hátt.

Sagan fjallar um fjölskyldu sem verður vart við draugagang og ákveður að gera eitthvað í því. Ég var nokkuð ánægður með viðbrögð flestra persóna. Oft á tíðum taka persónur kjánalegar ákvarðanir í svona myndum, eins og að fara ekki úr andsetnu húsi en það var að mestu leiti ekki vandamál hér á bæ. Það sem er hinsvegar vandamál við þessa mynd er að hún tekur sér nær engan tíma til að byggja upp persónur og spennu. Áður en maður veit af er maður farinn að sjá drauga sem dregur úr áhrifamættinum.
Myndin er nokkuð ógnvekjandi og það er ágætt tvist í lokin. Mér fannst lokakaflinn þó ekki virka nægilega vel og þessi fyrsta mynd ekki eins sterk og t.d. fyrsta The Conjuring.

„A sound man by not advancing himself, stays the further ahead of himself.“

Leikstjóri: James Wan (Saw, Death Sentance, Dead Silence, The Conjuring, Furious Seven)