…með ensku tali og í 2D!

Árið 2016 fer vel af stað ef leitast er eftir traustum teiknimyndum en með fullri virðingu fyrir hinni frábæru Zootropolis er það bardagapandan Pó sem á hjörtu okkar í augnablikinu.

Kung Fu Panda 3 gefur fyrstu myndinni sama og ekkert eftir og býður upp á eitt flottasta animation sem þú sérð frá stóru stúdíói þetta árið. Hún heldur sögu þeirra Pó og félaga áfram með virðingu og spikfeitu hjarta í stað þess að mjaka sér upp úr troðnum slóðum. Við mælum allavega eindregið með henni, styðjum það alltaf þegar teiknimyndir með ensku tali eru sýndar í stærri bíósölum – og okkur langar að bjóða ÞÉR á sérstaka forsýningu sem verður á fimmtudaginn, kl. 20 í Smárabíói.

Ekki er selt inná þessa forsýningu en hægt er að vinna sér inn miða í Face-grúppunni Bíófíklar þar sem leikur verður í fullum gangi fram að þriðjudeginum, og í senn hér á þessu svæði.

Leikreglurnar?

Skítléttar.

Eina sem þarf að gera er að henda í eitt komment (eða senda tölvupóst: tommi@biovefurinn.is) og skilja eftir eftirminnilegan frasa úr annað hvort Kung Fu Panda 1 eða 2.

(við gerum auðvitað ráð fyrir því að flestir sem hafa áhuga á þessari sýningu séu fyrri myndunum eitthvað kunnugir)

Drögum út vinningshafa reglulega út miðvikudaginn. Við sendum póst á alla sem mega draga með sér einn gest og náttúran sér um rest.

Sjáumst svo vonandi í bíóinu.