Þegar það kemur af kvikmyndabálkum og þá aðallega teiknimyndakvikmyndabálkum er Dreamworks Animation með tvær mest spennandi kvikmyndabálkana í dag en þeir eru: How To Train Your Dragon og auðvitað Kung Fu Panda. Dreamworks hefur verið upp og niður síðustu ár með sínar teiknimyndir en KFP og HTTYD bálkarnir hafa verið að halda þeim á lofti og þar á meðal með því að gera framhaldsmyndirnar betri en forverar sínar, þar á ég samt aðallega við um myndirnar sem ég nefndi hér að ofan.

Kung Fu Panda 2 gerir næstum allt rétt þegar það kemur að framhöldum aðallega þar sem myndin er búið að klára það sem allir í heiminum eru komnir með nóg af, „upprunasaga“. Kung Fu Panda 2 byggir mjög vel á forvera sínum þar á meðal að gefa „Tigress“ meiri skjátíma og þar á meðal leyfa okkur að kynnast henni betur. Því miður eru hinn dýrin þarna til að segja nokkra brandara og standa í bakgrunninum, sem er það eina sem hún hefði átt að gera betur. En nóg um aukakarakterana, þegar það kemur að Pó ákvað Dreamworks að tengja söguþráð myndarinnar við baksögu Pós og þannig gefa myndinni frábært tilfinningalegt gildi sem þið aðeins skiljið ef þið horfið á myndina. Kung Fu Panda lítur frábæralega vel út, allir karakterarnir eru frábærlega tölvuteiknaðir.

Fólkið sem talsetur dýrin, hvort sem það eru nokkrar setningar, Jackie Chan og Seth Rogen, eða eru að talsetja alla myndina, Angelina Jolie og Gary Oldman, alveg frábær. Það er samt einn maður sem er gerður til að tala fyrir Pó og það er Jack Black, þótt að ég hef aldrei þolað hann mikið sem leikara, má hann tala fyrir Pó þangað til að hann deyr. Að mínu mati talsetning Jack Black á Pó algjört gull og eignar sér algjörlega hlutverkið.

Kung Fu Panda 2 er fyrir alla: hvort sem það eru börn, fullorðnir eða ömmur og afar, myndin er stanslaust að, hvort sem það er í húmór eða söguþráði, Kung Fu Panda 2 hefur eitthvað fyrir alla. Þannig skellið endilega myndinni í tækið áður en þið farið á Kung Fu Panda 3 í bíó. Munið bara að vera tilbúinn að fella nokkur tár yfir myndinni.