„From walking disaster to kung fu master.“

Kung Fu Hustle er biluð ræma. Á köflum dettur maður inn í lifandi teiknimynd en stundum fær maður almennilegan kung fu bardaga eins og þeir gerast bestir í kvikmyndum. Hún er fyndin og frumleg, endirinn með Stephen Chow er magnaður og mætti helst líkja við ofurhetjubardaga. Stepehn Chow er stór stjarna í Hong Kong. Hann leikstýrir þessari mynd, leikur stórt hluverk og skrifaði handritið með öðrum. Kung Fu Hustler er frábær skemmtun, ekki láta hana gleymast.

„All I want is to kill you, or be killed by you.“

Leikstjóri: Stephen Chow (Shaolin Soccer, CJ7)