„There are three sides to this love story!“

Þessi mynd fjallar um hjónaskilnað og allan þann skít sem því fylgir. Kannski ekki mest spennandi efni í bíómynd fyrir áhorfandann en ef maður er með leikara eins og Dustin Hoffman og Meryl Streep eru svona myndir kjörin tækifæri til að sjá hvað þeir geta. Bæði fara á kostum og fengu Óskarsverðlaun fyrir vikið og það verðskuldað. Í myndinni kristallast hvað skilnaður getur verið erfiður fyrir börn og hversu ljótt ferlið getur orðið þegar barist er um forræði. Myndin spyr líka áhugaverðra spurninga eins og af hverju konur séu sjálfkrafa taldar betri uppalendur en karlar? Þetta er mögnuð mynd og vel þess virði að sjá ef ekki bara til að sjá Streep og Hoffman sýna sínar bestu hliðar.

Myndin fékk öll stærstu Óskarsverðlaunin: Besta mynd, leikari, leikkona, leikstjóri og handrit.

„How much courage does it take to walk out on your kid?“

Leikstjóri: Robert Benton (Nobody’s Fool)