“Camelot is a state of mind.”

Knightriders er myndin sem George A. Romero gerði beint á eftir Dawn of the Dead. Sagan er nokkuð klikkuð en hún fjallar um hóp af fólki sem lifir sem einskonar nútíma riddarar. Það eru kóngur og drottning og menn keppa í burtreiðum á mótorhjólum. Sjálfur Ed Harris leikur kónginn og hann tekur þátt í hasarnum með hinum. Hann er alltaf góður, en í þessari mynd er það Tom Savini sem stelur senunni. Þetta er skemmtilega öðurvísi mynd með fullt af áhættuatriðum.

Romero sjálfur lést fyrr á þessu ári, svo hvernig væri að kíkja á eina af myndunum hans og minnast þessa snillings?

“I’m not trying to be a hero! I’m fighting the dragon!”

Leikstjóri: George A. Romero (Night of the Living Dead, Dawn of the Dead, Day of the Dead)