Oft getur verið mikið bögg að fara til læknis. Hugsið ykkur að þetta gæti verið verra. Þið gætuð átt tíma með einhverjum af þessum læknum sem við teljum með þeim verstu sem birst hafa í kvikmyndum.

 

Dr. Kosevich (Nine Months)

9 months

Þó myndin sé ekki upp á marga fiska þá á hún þó eitt óþægilegasta augnablik sem karlmenn fá klígju við að hugsa um. Læknirinn dr. Kosevich er ekki traustvekjandi fæðingarlæknir og út myndina sárvorkennum við væntanlegum foreldrum að þurfa að hafa hann. Hann fær þó ekki tilnefningu hér fyrir það bara heldur eitt af loka atriðum myndarinnar. Það er auðvitað atriðið þegar læknirinn góði ætlar sótölvaður að umskera litla barnið. Hver krosslagði ekki lappirnar þá?

 

Dr. Hannibal Lecter (Silence of the Lambs)

Hannibal-Lecter-www.whysoblu.com_2

Frægasta mannæta veraldar er auðvitað með læknapróf. Ekki nóg með að hann borðar fólk heldur hefur hann reynslu af að elda ofan í sjúklinga með hráefni úr þeim sjálfum. Ég færi þó ekki til hans nema vitandi að ég væri sjúk og illa veik því þá væru líkurnar á að hann myndi éta mig örugglega mun minni.

 

Dr. Heiter (The Human Centipede)

960

The Human Centipede er ábyggilega ein af óþægilegustu myndum að horfa á og vekur sjaldan upp góðar minningar hjá áhorfendum. Dr. Heiter er læknir sem þráir ekkert annað en endurskapa tilraun sem hann gerði með hundunum sínum og nú með mannfólki. Með því ógeðslegasta sem sést hefur á hvíta tjaldinu og vekur upp ýmsar hræðslur, þar á meðal til lækna. En skerí hluturinn er, er að markaðssetning myndarinnar hafði rétt fyrir sér… Allt tengt aðgerðinni er læknisfræðilega rétt.

 

Dr. Feinstone (The Dentist)

dentist2

Menn sem grípa konurnar við framhjáhald geta orðið óútreiknanlegir. Það má með sanni segja um tannlækninn Alan Feinstone sem fellur djúpt í holu geðveikinnar og hræddi fólk frá heilli starfstétt til lengri tíma.

 

 

Dr. Orin Schrivello (The Little Shop of Horrors)

lsoh

Annar hræðilegur tannlæknir. Þessi valdi fagið því móðir hans kynntist sadistalegu hegðun hans þegar hann var yngri og ýtti honum út í þetta. Til að betrumbæta þetta þá syngur hann um kvalræði sem hann gerði sem barn og afsakar það því hann varð tannlæknir.

 

Dr. Herbert West (Re-Animator)

Herbert West - Re-Animator

Nútíma Dr. Frankenstein sem fengið hefur framhaldsmyndir, endurræsingu og endurgerð en samt virðast fáir þekkja til hans. Hér er samt um að ræða lækni sem vill lækna fólk og þá dáið fólk, með grænu gumsi tekst honum að endurlífga fólk við en með skelfilegum aukaverkunum.

 

 

Dr. Nick Riviera (The Simpsons Movie – leyfum henni að fljóta með)

hey-everybody

„Hi everybody“ læknirinn sem virðist hafa fengið læknaprófið í Kókópöffs-pakka er læknir sem enginn vill heimsækja, ekki einu sinni nokkur teiknimyndafígúra. Auglýsingaskilti hans í Simpsons-bíómyndinni sýndi að Nick kallinn stóð þarna enn fyllilega undir orðspori. Samt virðist enginn hafa dáið á skurðborðinu hjá honum í þáttunum.

 

 

 

Gleymdum við einhverjum? Látið okkur vita í skoðanakerfinu.