Deadpool-on-VHS-and-LaserdiscSíðustu mánuði hefur aldeilis ekki verið skortur á ofurhetjum í bíóhúsum, stórum ágreiningum, miklum eyðileggingum og krakkavænum ofbeldissenum. Hingað til hefur það þó verið aðeins hann Deadpool sem hefur leyft sér að spila með formið og ganga enn lengra með blóðsletturnar en venjulega er leyft – og með húmor fyrir því allan tímann.
Deadpool tilheyrir X-Men seríunni lauslega en býr yfir aukamætti sem enginn annar karakter í henni hefur, sem er tilhneygingin til að rjúfa fjórða vegginn og kommenta á formúlur með hnyttnum hætti.

Deadpool mætti góðum viðbrögðum og svakalegri bíóaðsókn (yfir $700 milljónir á heimsvísu) þegar hann mætti í bíóin í febrúar. Nú er hann lentur á Blu-Ray, DVD og VOD-inu svo börnin geta notið hennar heima (en helst ekki!). Því miður komumst við ekki yfir VHS spólur né Laser-diskanna sem karakterinn hefur svo mikið blæti fyrir, en í tilefni útgáfunnar viljum við vera með lítinn leik.
Í boði eru eintök á sitthvoru stafræna formattinu.

Á þarnæsta ári eigum við nefnilega von á Deadpool-framhaldi þar sem hann mætir hinum grjótharða Cable, sem aðdáendur myndasagnanna kannast vel við. Ekki er vitað til um það enn hvort einhverjir fleiri aðilar úr X-Men heiminum, en að minnsta kosti er hægt að stroka slagsmál við Colossus út af listanum.

 

Leikurinn gengur þannig fyrir sig að spurð er spurningin ‘Hvaða X-Men karakter værir þú mest til í að sjá Deadpool mæta, og hvers vegna?’

Nú mega aðdáendur ímynda sér allt mögulegt, og gera ráð fyrir að hvaða fígúra frá Marvel-Fox teyminu sé í boði (í þykistunni, að sjálfsögðu). Það má sumsé vera Wolverine, Magneto, Nightcrawler, Quicksilver… hver sem er.

Við viljum heyra þitt álit á því hver yrði góður á móti Ryan Reynolds, en meira að segja hann hefur sjálfur sagst vilja gera eins margar Deadpool-myndir og möguleiki verður á, þannig að aldrei er að vita nema heimarnir sameinist með sterkari hætti seinna meir.

deadpool-020-1280x533

Bæði er hægt að svara spurningunni hér á kommentsvæðinu fyrir neðan eða senda póst á tommi@biovefurinn.is.

Leikurinn stendur til 6. júní.