Disney kom með þrusutrekkingu fyrir alla Star Wars aðdáendur, með því að tísa Episode VIII með smá myndbroti til að fagna því að tökur væru formlega hafnar.

star_wars_episode_8_112367Einnig kom í ljós ráðningin á þremur leikurum sem bætast við núverandi leikaraliðið og þar á meðal er safnarinn sjálfur Benicio Del Toro. Leikkonan Laura Dern, sem við þekkjum ef til vill best úr Jurassic Park, hefur einnig verið ráðin í dularfullt hlutverk ásamt nýstirninu Kelly Marie Tran. Samkvæmt Variety mun Del Toro fást við hlutverk illmennis sem er að sjálfsögðu ekkert nýtt af nálinni fyrir kauða.

Star Wars: Episode VIII hefur enn ekki fengið staðfestan titil en það er þó víst að við munum aftur sjá Mark Hamill, Carrie Fisher, Adam Driver, Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Lupita Nyong’o, Domhnall Gleeson, Anthony Daniels, Gwendoline Christie og Andy Serkis á hvíta tjaldinu í desember 2017.