“A monster of creation’s dawn breaks loose in our world today!”

Það er orðið frægt að King Kong er uppáhalds kvikmynd Peter Jackson sem fékk hann til að ráðast í endurgerðina sem kom út árið 2005. Myndin hefur nánast nákvæmlega sama söguþráður og kvikmynd Jackson, fyrir utan þann óratíma sem það tók að koma sér í skipið í þeirri mynd. Hér er ráðist strax í sjóferð og áður en maður veit af er maður kominn á Skull Island!

Það kom mér á óvart hversu mikill hasar er í þessari mynd. Það eru alltaf einhver skrímsli á ferðum sem er magnað miðað við hvað þetta er tímafrekt ferli. Sú stop-motion aðferð sem var notuð í þessari mynd hafði mikil áhrif á menn eins og Ray Harryhausen. Myndin er hröð og skemmtileg og merkilega vel gerð. Það var mjög ánægjulegt að kíkja á þessa.

“Oh no, it wasn’t the airplanes. It was beauty killed the beast.”

Leikstjórar: Merian C. Cooper og Ernest B. Schoedsack