“Is your heart in the right place.”

The Killing of a Sacred Deer er annað samstarfsverkefni Colin Farrell og leikstjórans Yorgos Lanthimos en þeir gerðu hina furðulegu The Lobster árið 2015. Þessi mynd er talsvert aðgengilegri en er þó líka skrítin á sinn hátt. Sagan er úr grískri goðafræði (Iphigenia í Aulis) en titillinn vísar í dádýr sem var óvart drepið. Í þessari mynd eru það læknamistök sem valda dauða sem hefur ákveðnar afleiðingar fyrir lækninn.

Það er erfitt að lýsa þessari mynd. Persónur haga sér á furðulegan hátt og allt er hálf draumkennt. Það er oft á tíðum ónotaleg tilfinning í loftinu og á köflum daðrar hún við algjöran hrylling. Colin Farrell sýnir sínar bestu hliðar (sem hann gerir alls ekki alltaf) og aðrir leikarar eru sömuleiðis góðir. Þessi mynd er ekki fyrir alla endilega gefið henni séns.

„My mom’s attracted to you. She’s got a great body.“

Leikstjóri: Yorgos Lanthimos (The Lobster)