Í nýlegu og ítarlegu viðtali við What the Flick?! talaði Quentin Tarantino um The Hateful Eight og fyrri myndir sínar þar sem hann tjáði löngun sína að gera þriðju Kill Bill myndina.

Fyrri blóðbaðsmyndirnar um Beatrix “The Bride” Kiddo slógu vel í gegn og eru enn á vörum margra Tarantino aðdáenda. Margir telja myndirnar hafa verið fullkomnar sem tvíleikur (eða sundurskorinn einleikur) en aðrir vilja alltaf meira. Tarantino virðist ekki sáttur við að geyma hana á hillunni og telur möguleika á þriðju myndinni í framtíðinni.

“There definitely is a possibility… stop short of saying a probability. But there could be. For one reason in particular… Uma and me would have a really good time working together again. I put the character of Beatrix Kiddo through a lot and I wanted [Kiddo] to have this much time for peace.”

Tarantino segir að persónan muni hafa eldast jafnmikið og í rauntíma og er þetta ekki í fyrsta sinn sem hann hefur talað um þetta. Tarantino talaði líka um möguleika hans á að gera litla sjónvarpseríu undir réttum kringumstæðum en hann telur sjónvarpið þó ekki betri miðil en kvikmyndir.

“It would be wonderful and I would be happy to do it and it would be a very invigorating experience, but everyone is going down this ‘TV is so great’ road and I’m only simply pointing out that there is a difference between the two of them.”

Næsta Tarantino mynd er eins og margir eflaust vita The Hateful Eight sem kemur í kvikmyndahús í Bandaríkjunum á jóladag. Því miður verðum við að hinkra aðeins á klakanum þar sem hún kemur ekki í bíó hér fyrr en 8. Janúar.
En aldrei er að vita nema Bíóvefurinn hlaði í eina forsýningu.