Á næsta ári má eiga von á Jóhannesi Hauk Jóhannessyni í spennumynd með stórleikurunum Charlize Theron, John Goodman, James McAvoy og „fleiri góðum“ eins og kemur fram á Facebook-síðu leikarans.

12247003_10153091569147172_416240648975744556_nDanski leikarinn Roland Møller birti þar mynd af þeim félögum við tökur í Búdapest á njósnatryllinum The Coldest City. Talið er að Jóhannes Haukur leiki KGB útsendara í myndinni og vantar ekki spenninginn í leikarann.

„Ég er að bilast,“ segir Jóhannes Haukur á Facebook-síðu sinni en þetta er fyrsta skiptið sem leikarinn góði leikur á móti Óskarsverðlaunahafa, „mér finnst þetta svo töff.“

Theron er einn af framleiðendum myndarinnar og fer með aðalhlutverkið ásamt þeim Goodman og McAvoy. Handritshöfundurinn er hinn sami og færði okkur báðar 300 myndirnar og Act of Valor. Leikstjóri er David Leitch, sem er þrælreyndur áhættuleikstjóri og var þar að auki annar leikstjóri hasarsmellsins John Wick (hinn helmingur þess tvíeykis er á fullu sjálfur að skjóta Wick-framhaldið).

Ekki er enn kominn útgáfudagur á The Coldest City. Hermt er eftir að tökum fari brátt að ljúka í Búdapest og flytjast síðan yfir til Berlínar.

Hlökkum til að sjá þetta.