“Every couple needs a little action.”

Við konan kíktum á þessa í gærkvöldi. Þetta er ekta paramynd, létt og fyndin og með smá byssuhasar í bland. Það mætti segja að þessi mynd sé einhverskonar blanda af True Lies og Bad Neighbors og lendir einhversstaðar þar á milli. Allar fjórar aðalpersónur eru sjarmerandi og góðar, Zach Galifianakis er alltaf fyndinn og Jon Hamm stendur alltaf fyrir sínu. Ekki skemmir að fá svo sjálfa Wonder Woman, Gal Gadot, með Hamm og Isla Fisher var bara ágæt. Mjög fín afþreying.

“Well, calling me a pussy in Hebrew is not helping things.”

Leikstjóri: Greg Mottola (Superbad, Adventureland, Paul)