Parturinn af fjörinu við það að fá nýja Tarantino mynd annað slagið er, jú auðvitað, það að sjá óbeislaðan Quentin kjafta í kynningarviðtölum um hans stærsta passjón, sjálfan sig, fyrri verk og hvað sem er í gangi hjá honum í augnablikinu eða á næstunni.

Ben Mankiewicz hjá What the Flick?! settist niður með manninum í góðan klukkutíma til að ræða allt frá hans nýjustu mynd til mögulegan flutnings yfir í sjónvarpsgeirann.

Ef þú ert sannur QT-aðdáandi, þá ætti þér alls ekki að leiðast þetta viðtal. Njóttu: