“Nature has only one law – Survival.”

Daniel Radcliffe hefur verið sniðugur í hlutverkavali síðan hann skildi við Harry Potter árið 2011. Við höfum séð hann sem lík, með horn og sem Igor í Victor Frankenstein. Hér leikur hann mann sem þarf að lifa af í frumskógi í Bólivíu, með þetta líka fína skegg. Sagan er sönn en handritið byggist á bók Yossi Ghinsberg Jungle: A Harrowing True Story of Survival sem kom út árið 2005.

Myndin er áhugaverð og almennt vel gerð þó maður fyllist aldrei lotningu eins og með Into The Wild. Ég hef séð nokkra þætti um náunga sem láta skilja sig eftir í óbyggðum og reyna að lifa af og finna siðmenningu. Svoleiðis hlutir heilla mig alltaf og ég er forvitinn að vita hversu lengi ég myndi endast (sennilega svona 1 dag). Þeir sem hafa leitt hugann að svona löguðu ættu klárlega að kíkja á Jungle.

“I told my parents I’d be back in a year, but I don’t think I’m ever going back.”

Leikstjóri: Greg McLean (Wolf Creek 1-2, Rogue, The Darkness)