Febrúar er víst orðinn nýi eldheiti mánuðurinn þar sem Hollywood gleður hasarfíklana, eitt af mörgum fordæmunum sem velgengni Deadpool hefur sett.

Áður stóð til að afhjúpa John Wick: Chapter 2 (já, þetta er titillinn) í haust/vetur, á svipuðum tíma og fyrri myndin kom út árið 2014, en í staðinn er harðnaglinn ákveðinn í því að hjóla á móti Fifty Shades Darker og Lego Batman sem væntanlegar eru sömu Valentínusarhelgi 2017.

John Wick: Chapter 2 er enn í fullum tökum og eins og vitað er sameinast Keanu Reeves aftur með Matrix-mótleikaranum sínum Laurence Fishburne. Í öðrum hlutverkum verða Bridget Moynahan, Peter Stomare og Common. Ian McShane og John Leguizamo mæta sömuleiðis aftur.

Krossum fingur og vonum að Beta Ronalds klippi framhaldið líka. Það er að hluta til henni að þakka að t.d. þessi klippa (og ÖLL senan í klúbbnum) hafi verið svona über-svöl: