Á næstsíðasta degi ársins 2015 hélt Bíóvefurinn huggulega upp á komu nýjustu myndarinnar frá Quentin Tarantino, The Hateful Eight, með sérstakri forsýningu þar sem gestir voru samankomnir til að hlæja, klappa og hneykslast með besta hætti. Tarantino kann enn að sameina aðdáendur sína og smala þeim í bíóhúsin, og að okkar mati er varla til betri leið til sitja yfir flugbeittum og yndislega níhilískum vestra með ráðgátuívafi.

DSC_0087Sýningin var í Smárabíói og mættu nokkrir búningaklæddir til þess að halda í fögnuðinn (þemað var „mættu eins og þinn uppáhalds QT-karakter“) og ganga heim með nördavarninga, bíómyndir, miða og fleira. Aðalvinningshafi kvöldsins var Álfhildur Ösp Reynisdóttir, klædd sem O-Ren Ishii úr Kill Bill.

DSC_0098Við þökkum sýningargestum innilega fyrir mætinguna og fílinginn fyrir því að sjá þessa vægast sagt klikkuðu mynd varpaða upp í óstlitnu formi og textalausa til að leyfa últra-víða breiðtjaldinu að njóta sín til fulls.

Hér er smá brot af því sem gestir sögðu að sýningu lokinni á Facebook-grúppunni Bíófíklar:

DSC_0091

Besta mynd ársinsSölvi Elísarbetarson

Fílaði hana í döðlur. Er enn að pæla í hvar hún ætti að vera í Tarantino listanum, en hún er mjög ofanlega.Stefán Petterson

Stórkostleg…. hefði getað horft á hana í alla nótt. Fyrsta skipti sem ég hugsað meðvitað í bíó þegar myndin er bara rúmlega hálfnuð að ég vilji ekki að hún endi (endirinn var samt ruglaður líka)Hörður Fannar Clausen

Rosaleg mynd! – Jóhann LePlat Ágústsson

Því meira sem ég fæ að melta og hugsa um hana því meiri snilld finnst mér hún. Hún situr alveg gríðarlega eftir.Siggi Ingi

Helluð!Þorvaldur Óskar Gunnarsson

 

Ef þú varst á sýningunni eða ert búinn að sjá The Hateful Eight, segðu okkur endilega hér í kommentunum hvað þér fannst um þetta nýjasta andstyggisstykki ‘Tinos. Og…!

Hvernig mundirðu raða upp myndum kappans eftir þínu uppáhaldi?

 

(PS. Allir sem svara gætu hlotið boðsmiða á næstu sýningu sem við tökum, The Revenant)