Íslenski leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með eitt af aðalhlutverkunum í dramatryllinum Alpha, sem gerist á tímum fornsteinaldar (undir lok ísaldar, nánar til tekið) og segir frá ungum manni (leikinn af Kodi Smit-McPhee) sem fer á sínar fyrstu veiðar með ættbálki sínum. Eftir að hann slasast alvarlega er hann skilinn eftir við dauðans dyr, en þá neyðist drengurinn til þess að komast lífs af og halda heim, aleinn, í miðjum óbyggðum.

Á miðri leið finnur hann yfirgefinn úlf og mynda þeir sterk tengsl og lenda í kapphlaupi við tímann áður en yfirþyrmandi og lífshættulegur vetrarkuldi skellur á.

Líta má á þetta sem eins konar blöndu af The Revenant og White Fang.

Jóhannes leikur föður unga drengsins og sést þarna áberandi í nýúgefinni stiklu.

Myndin (sem upphaflega bar heitið The Soultrean) er væntanleg í mars á næsta ári og henni er leikstýrt af nokkrum Albert Hughes, betur þekktur sem annar helmingur Hughes-bræðra, sem gáfu frá sér myndirnar Menace II Society, From Hell og The Book of Eli.

Alpha er fyrsta verkefni kvikmyndaversins Studio 8 og eins og sjá má í sýnishorninu hér að neðan hefur miklu verið tjaldað til við gerð myndarinnar.

Kíkið á: