Í tilefni af því að nýr Bíóvefur hefur loksins opnast á ný höfum við ákveðið að gleðja unnendur góðra kvikmynda með forsýningu á mynd sem þónokkrir telja líklegt að verði eitthvað með í komandi Óskarsumræðu: Steve Jobs.

Michael Fassbender fer hér með hlutverk frumkvöðulsins í nýjustu mynd leikstjórans Danny Boyle (Slumdog Millionaire, 127 Hours) frá hinum virta handritshöfundi Aaron Sorkin (The West Wing, The Social Network). Allt bitið sem vantaði í Kutcher-floppið er að finna hér.

stevejobs-mv-2

Boyle, Sorkin og Fassbender mynda óneitanlega býsna lokkandi kombó (og þar fyrir utan hefur myndin fengið ansi truflaða dóma…) en með önnur hlutverk í myndinni fara t.d. Seth Rogen, Michael Stuhlbarg, Jeff Daniels og Kate Winslet. Myndin er byggð á ævisögu Jobs eftir Walter Isaacson sem seldist í bílförmum á sínum tíma og gerist sagan á þremur mismunandi æviskeiðum í lífi Apple-stofnandans.

Einblínt er sérstaklega á kynningar á þremur lykilvörum Apple og endar á afhjúpun iMac tölvunnar árið 1998 (…og því má segja að öll myndin spilist í raun út eins og þrjár langar senur). Sagan fjallar um hæðirnar og lægðirnar á bakvið tjöldin og málar látlausa mynd af manninum á bakvið tæknina.

Steve Jobs verður frumsýnd á föstudaginn en kvöldið áður munum við bjóða á hana í Laugarásbíói kl. 22:50.

Í boði er stappfullur haugur af sætum og það eru þrjár leiðir til að taka þátt í leiknum okkar.

  1. Sendu tölvupóst á tommi@biovefurinn.is og nefndu þitt uppáhalds verk eftir Sorkin; bíómynd, sería, hvað sem er – og hvers vegna!
  2. Gakktu endilega til liðs við nýju Feis-grúppuna okkar, Bíófíklar. Þar verðum við með alls konar leiki, röfl, spjöll og allt tilheyrandi. Vel gæti verið að þú verðir dregin/n út í vikunni.
  3. Kommentaðu hér fyrir neðan og segðu okkur hvaða Danny Boyle-mynd þér þykir persónulega bera mest af. Trainspotting? Sunshine? A Life Less Ordinary?… Láttu okkur vita.

 

Allir vinningshafa hljóta að sjálfsögðu tvo miða. Leikir 1 og 3 endast alveg fram að miðvikudeginum næsta/11. nóv.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kv.

Bíóvefurinn