“A new game begins.”

Sjö ár eru síðan Saw seríunni lauk með The Final Chapter. Sögu Hoffman og Dr. Gordon var lokið og John Kramer var löngu dauður. Eða hvað?

Jigsaw er ekki beint meistaraverk en hún gaf með allt það helsta sem ég leita að í Saw mynd. Tobin Bell er mættur aftur með sína frábæru rödd en hann er orðinn einskonar Morgan Freeman hryllingsmyndanna. Við fáum skemmtilegar gildrur og nýja lögreglurannsókn sem snýst um nýjustu ráðgátuna. Hvað í fjandanum er núna í gangi? Er Kramer lifandi? Er kominn einhver copycat killer?

Þeir sem höfðu gaman af Saw myndunum munu sennilega skemmta sér vel yfir þessari. Hinir fá í raun ekkert nýtt. Jigsaw er ekta saw mynd sem hentaði mér bara mjög vel. Nú vil ég fá framhald, hvað annað?

“Now the games are simple. Best ones are. You want mercy? Play by the rules.”

Leikstjórar: The Spierig Brothers (Daybreakers, Predestination)