Að staðsetja nýjustu Jurassic-myndina í röð seríunnar er ekki eins auðvelt og margir halda, sérstaklega eftir að Jurassic World – sú „fjórða“ í röðinni – endurræsti batteríið og ákvað meira eða minna að hundsa mynd númer tvö og þrjú.

Er þá nýjasta myndin númer þrjú í rauninni? Númer fimm? eða eigum við bara að kalla hana Jurassic World 2 þangað til annað kemur í ljós?

Allavega… til þess að herða aðeins á tengingu hins nýja við gömlu ræturnar er búið að ráða Jeff Goldblum til að slást í hóp með þeim Chris Pratt, Bryce Dallas Howard, BD Wong og fleirum. Með önnur hlutverk í myndinni fara þeir Toby Jones, James Cromwell, Ted Levine og Rafe Spall.

En Goldblum mætir sumsé til leiks í þriðja sinn í hlutverk stærðfræðingsins Dr. Ian Malcolm. Seinast sást til hans í The Lost World árið ’97 og ef nýja myndin gefur honum ekki einhverja safaríka ræðu verðum við öll fyrir sárum vonbrigðum.

Sjá dæmi:

„Jurassic World 2“ kemur í bíó í júní á næsta ári.