Eftir vægast sagt umdeilda byrjun hjá DC heiminum halda myndasöguaðdáendur enn í vonina um að komandi, stærri ævintýri munu betur dafna. Nú er Justice League frá Zack Snyder (vei…) aðeins farin að taka á sig betri mynd, en hún þrammar í kvikmyndahús í nóvember, cirka fimm mánuðum eftir að Wonder Woman myndin mætir.

Trailerinn nýi sýnir Batman, Flash, Wonder Woman, Cyborg og Aquaman njóta síns til fulls (og það sama má segja um Íslandsskotin) með ágætis músík til að strengja saman bútana, en hins vegar er einn tiltekinn gæi fjarverandi í þessari stiklu. Giskið hver.

En hvar standa þínar væntingar fyrir Justice League? Helspenntur? Mesta lagi forvitin eða slétt sama?