Nú hefur Sony tilkynnt að þeir ætli að halda áfram með Venom mynd þrátt fyrir að Spidey er genginn til liðs við Marvel og Disney. Eins og margir vita þá hafði Sony stórar hugmyndir fyrir Sper-Man og framtíðarplönin voru mikil sem fólu í sér heila Spider-Man veröld með mörgum bíómyndum af ólíkum persónum og ólíkum sjónarhornum. Í upphafi var áætlað að gera 4 myndir um Spider-Man, eina um Sinister Six liðið og eina mynd um hinn ógurlega Venom. Svo fór því miður að Amazing Spider-Man 2 varð seinasti naglinn í þeirri seríu og öll von um að Venom fengi uppreisn æru eftir Spider-Man 3 fíaskóið voru úti…. þar til nú.

Agent_Venom_Dialogue_1

Samkvæmt THR þá er handritshöfundurinn Dante Harper (Edge of Tomorrow/Live Die Repeat/All you need is Kill/) sestur við ritvélina til að skapa Venom sem hefur enga tengingu við Spider-Man sem tilheyrir nú veröld Marvel.

Það gæti reynst erfitt þar sem Venom kemur ekki til sögunnar í myndasögunum fyrr en eftir að Spider-Man klæddist svarta slíminu en hafnaði því svo og skapaði sér óvin. Allt er nú mögulegt með góðu handriti þannig við skulum sjá hvað gerist en ekkert er vitað hvaða persóna fær slímið í hendurnar. Í myndasögunum var það Eddie Brock jr. sem var fyrsti Venom en síðar tók við Mac Gargan (áður Scorpion) og Flash Thompson. Það sem aðgreinir Flash frá hinum er að hann notar máttinn að mestu til góðs og eftir velgengni Deadpool gæti vel verið að Sony vilji skapa sína eigin and-hetju. Þetta eru einungis vangaveltur og ekkert verið staðfest en sem Venom aðdáandi á get ég varla beðið.