“In a world where everyone can only tell the truth,…..he’s just invented the lie!”

Ricky Gervais er mjög fyndinn náungi. Ég elska The Office og Extras og hef mjög gaman af honum sem kynni á verðlaunaafhendingum og almennt sem grínista. Af einhverjum ástæðum hefur hann þó ekki náð að gera frábæra kvikmynd og ég veit ekki alveg af hverju.

Þessi mynd er byggð á mjög heimskulegri hugmynd. Þetta er heimur þar sem lygar voru aldrei fundnar upp eins og það sé uppfinning eins og hver önnur. Það sem er enn asnalegra er að allir í þessum heimi æla út sér öllum hugmyndum sem poppa upp í hugann. Þegar okkar maður fer að ljúga er allt tekið mjög bókstaflega sem býr til nokkur sniðug augnablik en ekki mikið meira en það. Þetta er ófyndin grínmynd með asnalegri hugmynd og hún hreinlega virkar ekki.

“Man in the sky forbid!”

Stjörnur: 1 af 5

Leikstjórar: Ricky Gervais, Matthew Robinson