“Fear comes home.”

Fjórða Insidious myndin gerist á eftir þriðju og er því í tímalínunni rétt á undan fyrstu myndinni. Oftast eru horror seríur orðnar mjög þreyttar þegar kemur að fjórðu myndinni en þessi er furðu góð. Það er fullt af skemmtilegum bregðuatriðum, þó eru sumar bregðurnar hálfgert svindl, ekkert að gerast bara hávær tónlist. Mér fannst nokkuð magnað að aðalhlutverkið er í höndum gamallar konu en Lin Shaye er virkilega góð sem Elise. Mér fannst húmorinn í myndinni ekki virka alveg nóg vel en fólk virtist samt hlægja að aðstoðarmönnum Elise. Það er nýr púki á svæðinu og allt lyklaþemað er allt nýtt svo serían er enn að reyna nýja hluti í stað þess að endurtaka sig of mikið. Insidous 4 gerir það sem hún á að gera og það er að hræða áhorfandann og halda honum við efnið.

“This house was my family´s house.”

Leikstjóri: Adam Robitel