„This is how you die.“

Þriðja myndin í Insidious seríunni er prequel, þ.e. gerist á undan fyrstu myndinni, sem skýrir aðeins forsögu Elise Rainier sem leikin er af Lin Shaye. Myndin fjallar um unga stúlku sem reynir að ná sambandi við látna móður sína. Vandamálið er að hún vekur athygli illrar veru sem ofsækir hana. Rainier kemur því til hjálpar en björgunin gengur ekki áfallalaust.

Þetta er ekta bregðumynd, eins og hinar tvær, þar sem við förum um dimma kjallara og langa ganga í leit að einhverju hræðilegu. James Wan er bara framleiðandi að þessu sinni fyrir náinn samstarfsmann sinn, Leigh Whannell sem leikstýrir. Þetta er fín framhaldsmynd en ekki eins öflug og mynd nr. 2 í seríunni.

„Loving someone is just delayed pain, isn’t it?“

Leikstjóri: Leigh Whannell