„It will take what you love most.“

Þá er það framhaldið af Insidious en þessi mynd er sennilega sú besta í seríunni til þessa. Líkt og í The Conjuring fjallar myndin um fjölskyldu sem býr í gömlu draugalegu húsi sem einmitt er fullt af draugagangi. Það merkilega er að þessar myndir eru mjög ólíkar. The Conjuring var þessi alvarlega, klassíska, draugamynd sem byggði hægt upp persónur og andrúmsloft áður en allt varð vitlaust. Insidous 2 hinsvegar er rússíbanareið frá byrjun til enda.

Myndin tekur sig ekki eins alvarlega og er full af húmor. Þetta er auðvitað bregðumynd og hún náði mér nokkrum sinnum. Það besta við þessa mynd er að hún er ófyrirsjáanleg. Maður er aldrei viss nákvæmlega hvert hún er að stefna sem er það skemmtilega við hana. Wan gerir sitt besta til að hræða mannskapinn en samt þannig að áhorfandinn brosi og skemmtir sér vel allan tímann.

„There´s someone standing behind you.“

Leikstjóri: James Wan (Saw, Dead Silence, Death Sentence, Insidious, The Conjuring, Furious Seven)