“Sometimes family is the best medicine.”

Þessi mynd byggist á ævi leikstjórans, en Maya Forbes var önnur af systrum sem áttu óvenjulega æsku sem er einmitt umfjöllunarefni myndarinnar. Mark Ruffalo og Zoe Saldana, sem eiga það sameiginlegt að vera græn í Marvel myndunum, leika hér foreldra tveggja stúlkna. Fjölskyldan er fátæk og fjölskyldufaðirinn er með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder, sem skýrir titil myndarinnar). Eina vonin er að móðirin fari í MBA nám sem þýðir mikla fjarveru. Faðirinn þarf því að sjá um stelpurnar sem er ekki svo auðvelt þegar menn eiga við geðræn vandamál að stríða.

Ruffalo er mjög góður sem keðjureykjandi og léttgeggjaður maður undir mikilli pressu. Myndin sem slík er ansi góð en þó ekki eins ánægjuleg og ég vonaði. Sagan er sérstaklega áhugaverð af því að hún er sönn en mér fannst hún ekki mikið meira en ágæt.

“Any of you kids have a light?”

 

Leikstjóri: Maya Forbes