Pixar myndirnar eru flestar misjafnar og misgóðar en lengi hefur sú kenning lifað að allar myndirnar tengist á einn langdrægan hátt, í nokkurs konar sameiginlegum bíóheimi sem útskýrist hér. Í vídeóinu fáum við að sjá tengingu milli Brave – The Incredibles- Toy Story – Finding Nemo – Ratatouille – Up – Cars – Wall*E – Bug’s Life – og Monsters-myndanna. Þessi heildarkenning er eins klikkuð og hún er úthugsuð. Vel þess virði að tékka á.

 

Þegar þetta myndband var gert voru hvorki Inside Out né The Good Dinosaur komnar út en það reynist ekki erfitt að sjá hvernig Inside Out myndi smellpassa þarna inn… kannski erfiðara að útskýra tilveru risaeðlana, án loftsteinahrapsins þ.e.a.s.