Fæstar kvikmyndir hafa tekið á málefni framhjáhalda á eins áhugaverðan og grípandi hátt og þessi gimsteinn frá Wong Kar-wai. Frú Chan og herra Chow eru nágrannar, en bæði eru þau í ástarlausu hjónabandi sem virðist hanga í lausu lofti. Þau kynnast eftir að einsemd heimilisins rekur þau á nýjar slóðir, og komast að því að rót ástarleysisins í hjónaböndum þeirra er sameiginleg. Út frá því hefja þau hægbrennandi rannsókn um framhjáhöld, byggða á forvitni og skilningarþrá. Myndin endar því á að vera ljúfsár, hlý og harmþrungin í senn, en svífandi tónlistin og gullfallega litanotkunin undirstrika það svo sannarlega.

Kannski ekki fyrir alla, en það sakar ekki að prófa.