LEONARD-MALTINLeonard Maltin, einn þekktasti kvikmyndagagnrýnandi heims, segist aldrei nokkurn tímann hafa gengið út af kvikmynd. Sama hversu slæm hún hefur verið hefur hann alltaf setið kyrr og vonast eftir því að myndin yrði betri í seinni hálfleik.

Hann missti hins vegar alla þolinmæði þegar hann fór á Zoolander 2 um helgina og gekk út eftir klukkutíma. Hann segist vera mikill aðdáandi fyrri myndarinnar en að þessi hafi gjörsamlega verið fyrir neðan allar hellur.

Zoolander 2 er víst stapfull af cameo-hlutverkum, frá Katy Perry til Willie Nelson, og segir hann að ef bara eitt af þessum gestahlutverkum hefði þjónað tilgangi eða náð að vekja smá hlátur þá hefði hann klárað myndina. Maltin segir að myndin hafi verið heimskuleg og slæm alveg frá fyrsta augnabliki. Honum hafi strax liðið eins og hann væri að eyða tímanum sínum í rugl, eða eins og hann orðar: „Myndin var einstaklega bjánaleg frá fyrstu mínútu. Ég beið og beið eftir brandara sem myndi hitta í mark, en ég yfirgaf á endanum og var ánægður með það. Lífið er of stutt til að eyða tveimur dýrmætum klukkutímum í svona þreytulegt gláp.“

 

Zoolander 2 virðist ekki vera að ná neinu flugi og er að floppa bæði hjá aðdáendum og gagnrýnendum. Eins og staðan er núna stendur hún í 22% á RottenTomatoes og 5.5 á IMDb.

Íslendingar geta metið sjálfir hvort sé eitthvað vit í Maltin eða ekki þegar 2oolander verður frumsýnd næstu helgi.