“Fitting in is overrated.”

Ég man vel eftir Tony Harding atvikinu í kringum ólympíuleikana árið 1994 í Lillehamer. Þessi mynd fjallar meira um persónuna Tonyu en fer líka í gegnum atvikið og varpar meira ljósi á það, eða það var a.m.k. mín upplifun. Auðvitað veit maður aldrei hvað er satt í þessu öllu saman en mér finnst ég skilja hana betur núna og hugsa öðruvísi til hennar en ég gerði. Myndin er mjög skemmtileg og Margot Robbie er mjög góð í aðalhlutverkinu. Hún er skemmtileg týpa, algjörlega “white trash” og reynir ekki að fela það. Frásagnastíllinn er sérstakur en hún er látin segja sína eigin sögu og útkoman verður eitthvað í líkingu við leikna heimildarmynd.

“You fuck dumb. You don’t marry dumb.”

Leikstjóri: Craig Gillespie (Lars and the Real Girl, The Finest Hours)