Það var að detta inn fyrsta sýnishornið fyrir Rogue One: A Star Wars Story í morgunþættinum Good Morning America í Bandaríkjunum og hefur það nú þegar verið sett á netið líka.

Gerist myndin í fortíðinni og áður en IV: A new Hope byrjar, en hún er um það hvernig lítill hópur uppreisnarmanna kemst yfir teikningarnar að Helstirninu sem Leia prinsessa lét vélmennið R2-D2 fá í byrjun IV: A New Hope.

Þetta lítur svaka vel út að mínu mati og er ég ansi spennt fyrir því að sjá hana seinna á þessu ári, en hún á að koma út í desember á þessu ári eins og The Force Awakens gerði á seinasta ári.

Hægt er að horfa á brotið hér fyrir neðan: